Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grunur um mann­dráp á Akur­eyri

Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins.

Þarf að borga fyrir tunnur sem hann hvorki vildi né fékk

Íbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd þarf að greiða 51 þúsund krónur vegna sorphirðu við hús hans. Hann hafði um árabil afþakkað sorptunnur og þannig ekki þurft að greiða sorphirðugjald. Þegar nýtt endurvinnslukerfi var innleytt var gjald lagt á hann en þó án þess að hann fengi tunnurnar sem hann vildi ekki.

Lög­regla heldur spilunum þétt að sér

Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Stjórnar­maður í RÚV segir opin­ber hluta­fé­lög fé án hirðis

Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hlaut í dag endurkjör í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir stofnunina reyna að hámarka auglýsingatekjur og hasla sér völl á sem flestum miðlum. Það hafi mikil ruðningsáhrif á markaði í ljósi mikillar fjárhagslegrar meðgjafar Ríkisútvarpsins.

Bauð öllum bæjar­búum í matar­boð

Íbúi á Akranesi tók sig til í kvöld og hélt opið matarboð þar sem allir bæjarbúar voru boðnir velkomnir. Stefnan er sett á að halda slíkt matarboð mánaðarlega og gestgjafinn leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk setjist niður og borði saman.

Talin ó­lík­legust til að komast á­fram

Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu.

Opna mið­stöð fyrir palestínsk börn

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl.

Mynd­skeið úr Hamra­borg og maður sem heyrir liti með loft­neti

Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Við fjöllum um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sjá meira