Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Var í símanum á 142 kíló­metra hraða áður en hann lést

Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni.

Laus úr haldi en enn grunaður um græsku

Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu.

Nöfn þeirra sem létust í Eyja­firði

Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir.

Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu

Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar.

Hagnaðist um tæpa ellefu milljarða þrátt slæman bú­skap

Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á fyrsta ársfjórðungi nam 10,7 milljörðum kr. og handbært fé frá rekstri 14 milljörðum króna. Erfið staða í vatnsbúskap fyrirtækisins og skerðingar sökum hennar settu nokkurn svip á afkomu fyrirtækisins á ársfjórðungnum.

Orkuveitan skilar Elliða­ár­dalnum

Í dag var skrifað undir samkomulag sem formlega bindur enda á meira en aldarlöng afnot Orkuveitunnar og forvera hennar af Elliðaánum til raforkuvinnslu. Í samkomulaginu er kveðið á um hvernig Orkuveitan muni skila dalnum til borgarinnar um næstu áramót. Jafnframt samdi Reykjavíkurborg við Veitur um brúarsmíð og eflingu umhverfisverndar í dalnum.

Sjá meira