Oddaleikur í opinni dagskrá: Grindvíkingar taka á móti Keflvíkingum Grindavík tekur á móti Keflavík í Smáranum í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi. 14.5.2024 20:25
Oddaleikur í opinni dagskrá: Allt undir á Hlíðarenda Valur tekur á móti Njarðvík í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Við sýnum leikinn í opinni dagskrá hér á Vísi. 14.5.2024 20:16
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er fundinn heill á húfi. 14.5.2024 19:07
Koma á fót framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur Alþingi samþykkti í dag lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar. Framkvæmdanefndin tekur formlega til starfa 1. júní næstkomandi þegar lögin taka gildi. Undirbúningur að starfi nefndarinnar er þegar hafinn og skipan hennar verður kynnt innan skamms. 14.5.2024 18:19
Vonleysi veðmálanna og eiginmanni vísað úr landi Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhuga að taka eigið líf. Vandamálið eigi bara eftir að stækka. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.5.2024 18:16
Bíllinn í happdrætti Ástþórs úr hans eigin smiðju Fyrsti vinningur í happdrætti Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda, rafbíll af gerðinni Hupmobile, er ekki enn til. Einu ummerkin um Hupmobile á veraldarvefnum eru vefsíða framleiðandans, sem skráð er á Islandus group, fyrirtæki Ástþórs. Ástþór segir það enga tilviljun, hann eigi merkið. 13.5.2024 14:29
Freyr ráðinn til Eflingar Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags. Hann er stjórnmálafræðingur með mikla reynslu af fjölmiðlun. 13.5.2024 13:56
Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrirvara Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum. 13.5.2024 11:54
Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni. 13.5.2024 10:59