135 greindust smitaðir í gær Í gær greindust 135 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni, þar af voru einungis 57 í sóttkví við greiningu. 13.11.2021 10:02
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13.11.2021 09:45
Auðæfi Davíðs Helgasonar hafa tvöfaldast síðan í mars Samkvæmt rauntímalista Forbes er Davíð Helgason nú metinn á rúma tvo milljarða Bandaríkjadala. Hann nálgast Björgólf Thor Björgólfsson nú óðfluga sem efnaðasti Íslendingurinn. 12.11.2021 23:44
COP26 fer í framlengingu: Enn er þrasað um loftslagsmál í Glasgow Samningaviðræður standa enn yfir á lokametrum loftslagsráðstefnunnar í Glasgow sem átti að ljúka klukkan sex í kvöld. Drög að nýju og bitlausara samkomulagi voru birt í dag. 12.11.2021 23:18
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12.11.2021 22:21
Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. 12.11.2021 21:55
Tuskubeljan Cowie skilaði sér heim til London frá Vík Bretinn Richard Sains kann Íslendingum bestu þakkir fyrir að hafa komið hinni heittelskuðu Cowie aftur í faðm eiganda síns, Hattie. 12.11.2021 21:00
Einn þeirra sem fór út í geim með Shatner lést í flugslysi Frumkvöðullinn Glen de Vries lést í flugslysi í New Jersey í Bandaríkjunum á fimmtudag. Þann 13. október síðastliðinn ferðaðist de Vries út í geim um borð í eldflaug Blue Origin ásamt leikaranum William Shatner. 12.11.2021 20:46
Steindi og Auddi stigu sporið á Stóra sviðinu Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. 12.11.2021 19:40
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka upp kynlíf í óleyfi Karlmaður var í dag dæmdur til sextíu daga fangelsisvistar fyrir blygðunarsemisbrot, en fullnustu refsingar var frestað til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið, án samþykkis, myndir og myndbönd af sér stunda kynlíf með konu. 12.11.2021 18:55