Úkraínsk börn dönsuðu þjóðdansa til fjáröflunar Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu. 2.4.2022 21:11
Harpa Ósk kjörin nýr skátahöfðingi Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar. 2.4.2022 20:56
Sýknaður af ákæru um nauðgun vegna ósamræmis í framburði brotaþola Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu sem hann kynntist á skemmtistaðnum B5 árið 2019. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að ekki hafi önnur niðurstaða verið tæk en að sýkna manninn vegna þess að framburður hans var talinn trúverðugari en meints brotaþola. 2.4.2022 19:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Farið verður yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum. 2.4.2022 18:21
Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2.4.2022 17:39
Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. 2.4.2022 07:38
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1.4.2022 23:39
Opna Sirkus á ný Einn vinsælasti veitingastaður og bar Reykjavíkur til margra ára, Sirkus, hefur snúið aftur eftir fimmtán ára hlé. 1.4.2022 23:01
Hornafjörður ekki bótaskyldur vegna meints tjóns upp á hundruð milljóna Landsréttur vísaði hluta krafna Ice Lagoon ehf. á hendur Hornafirði frá dómi í dag og sýknaði bæjarfélagið af öðrum kröfum. Félagið taldi Hornafjörð hafa valdið sér tjóni upp á hundruði milljóna króna með ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. 1.4.2022 21:56
Sitjandi formaður misnoti sjóði félaga í persónulegum hefndarleiðangri Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Eflingar sakar sitjandi formann félagsins um að misnota sjóði félaga Eflingar persónulegum hefndarleiðangri gegn sér og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. 1.4.2022 19:06