Grunaður um að hafa látið bólusetja sig níutíu sinnum Sextugur þjóðverji sætir rannsókn eftir að upp komst að hann hefði þáð allt að níutíu skammta af bóluefni gegn Covid-19. Hann er sakaður um að hafa falsað og selt bólusetningarvottorð. 3.4.2022 23:19
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3.4.2022 21:35
Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. 3.4.2022 20:23
Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. 3.4.2022 18:46
Líkamsárás í Kópavogi eldsnemma í morgun Töluverður erill var hjá lögreglu í dag, til að mynda var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi klukkan fimm í morgun. Árásarþoli var fluttur á bráðamóttöku. 3.4.2022 18:19
Stálheppinn tippari vann 104 milljónir króna Hæsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna vannst í gær þegar íslenskur tippari búsettur í Kópavogi fékk þrettán rétta á Enska getraunaseðilinn og varð 104 milljónum króna ríkari. 3.4.2022 17:15
Vaktin: Rússar kalla eftir neyðarfundi öryggisráðsins Árásir voru gerðar á hafnarborgina Odessa við suðurströnd Úkraínu í morgun og er haft eftir ráðamanni að rússnesk flugskeyti hafi hæft mikilvæga innviði. 3.4.2022 07:34
Tómas Ellert leiðir lista Miðflokks og sjálfstæðra í Árborg Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson leiða lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 2.4.2022 23:21
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2.4.2022 23:03
Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2.4.2022 21:15