Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. 21.4.2022 07:42
Loksins almennileg stikla fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things Netflix birti í dag stiklu fyrir fjórðu þáttaröð af hinum geysivinsælu Stranger Things. Þáttaröðin kemur út í sumar en margir hafa beðið hennar í ofvæni allt frá því að þriðja þáttaröð kom út fyrir heilum þremur árum. 12.4.2022 23:19
Píratar kynna lista: Dóra Björt leiðir Pírata í borginni Píratar í Reykjavík kynntu í dag framboðslista sinn til borgarstjórnarkosninganna sem fram fara laugardaginn 14.maí 2022. Í samræmi við úrslit prófkjörs Pírata eru það sitjandi borgarfulltrúar flokksins, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem, sem skipa efstu tvö sætin. 12.4.2022 20:34
Grínistinn Gilbert Gottfried látinn Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. 12.4.2022 19:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikill kostnaður fylgir hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö. Forseti ASÍ hvetur félagið til að draga ákvörðunina til baka. 12.4.2022 18:00
Innkalla súkkulaðiegg korter í páska vegna salmonellu Ákveðið hefur verið að innkalla öll tuttugu gramma Kinder súkkulaðiegg vegna gruns um sýkingar af völdum salmonellu hjá fólki. Einungis sex dagar eru síðan sams konar egg í afmarkaðri framleiðslulotu voru innkölluð. 12.4.2022 17:54
Miklar tafir á umferð: Tveggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fimm í dag. Búast má við töfum á umferð. 12.4.2022 17:12
Vaktin: Segir sönnunargögn um þjóðarmorð Pútíns hrannast upp Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12.4.2022 16:50
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4.4.2022 00:15
Hryllingur í Bucha: Fullyrðir að rússneskir hermenn séu verri en íslamska ríkið Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 4.4.2022 00:00