Tekinn ölvaður með tvö börn í aftursætinu Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvö ungbörn í bílnum, sem var í kjölfarið komið í hendur barnaverndaryfirvalda. 22.5.2022 10:16
Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. 20.5.2022 15:39
Gefa út tónlist Jóhanns heitins á umdeildan hátt Áður óútgefin tónlist Jóhanns Jóhannssonar, sem lést árið 2018, verður gefin út sem svokallað NFT. NFT eða non-fungible tokens gera listamönnum kleift að búa til einstök stafræn eintök af verkum sínum. 20.5.2022 14:15
Íris heldur bæjarstjórastólnum Eyjalistinn og Fyrir Heimaey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar. 20.5.2022 12:02
Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20.5.2022 11:30
Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn. 20.5.2022 10:55
Tvöfalda fiskeldi Samherja í Öxarfirði Samherji stendur nú að stækkun Silfurstjörnunnar, landeldisstöðvar sinnar í Öxarfirði. Stefnt er að því að tvöfalda eldisrými og framleiðslu þannig að framleiðslan verði um þrjú þúsund tonn á ári. 20.5.2022 09:52
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16.5.2022 23:26
Óþol í garð átakastjórnmála hafi greitt veg Framsóknar Prófessor í stjórnmálafræði segir óþol í garð þeirra átakastjórnmála sem einkennt hafa íslenska pólitík síðan eftir hrun hafa greitt veg Framsóknarflokksins. 16.5.2022 21:58
Undarlegt að hafa ekki heyrt frá Degi Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig. 16.5.2022 19:24