Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26.5.2022 15:07
Kynntu málefnasamning í Kópavogi Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning. 26.5.2022 14:57
Drógu vélarvana bát í land Björgunarsveit í Hafnarfirði var kölluð út snemma í morgun vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi. 26.5.2022 14:01
Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. 26.5.2022 12:42
Hádegisfréttir Bylgjunnar Maður sem myrti fjölda barna í skotárás í skóla í Texas í Bandaríkjunum greindi frá fyrirætlunum sínum á samfélagsmiðlum. Aðgerðaleysi lögreglu er gagnrýnt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 26.5.2022 12:03
Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. 26.5.2022 11:43
Foreldrar reyndu sjálfir að bjarga börnum sínum Árásarmaðurinn sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í fyrradag sendi skilaboð á Facebook um að hann ætlaði að fremja skotárás í grunnskóla um fimmtán mínútum áður en hann lét til skarar skríða. Lögreglan í Uvalde hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi. 26.5.2022 10:57
Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26.5.2022 07:47
Sker upp herör í loftslagsmálum eftir „glataðan áratug“ í Ástralíu Verðandi forsætisráðherra Ástralíu boðar meiriháttar breytingar á sviði loftslagsmála, eftir að hafa verið kjörinn í þingkosningum um helgina. 22.5.2022 11:20
Vaktin: Herlög gilda í þrjá mánuði í viðbót Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru 22.5.2022 10:50