Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. 30.6.2025 13:32
Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30.6.2025 12:00
Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. 30.6.2025 10:58
Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Akademias, sem aðstoðar vinnustaði með rafræna fræðslu hefur ráðið Bjarna Ingimar Auðarson sem rekstrarstjóra Avia. Avia er hugbúnaður sem býr yfir þrefaldri virkni: fræðslukerfi, samskiptakerfi og innranet. 27.6.2025 16:57
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. 27.6.2025 16:38
Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Skiptum er lokið á þrotabúum fjögurra félaga fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta á árunum 2017, 2018 og 2019. Alls var kröfum upp á 1,22 milljarða króna lýst í búið. 27.6.2025 15:30
Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök. 27.6.2025 14:43
Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. 27.6.2025 13:42
Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu. 27.6.2025 11:23
Mikið viðbragð vegna leka í fiskibáti Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í dag í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins. 26.6.2025 13:10