Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þing­menn ekki svo heppnir að fá tvö­föld laun

Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök.

Gerðu út­tekt á skrif­stofu Ríkis­sátta­semjara

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu.

Mikið við­bragð vegna leka í fiski­báti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í dag í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins.

„Ég mun standa með mínum ráð­herra“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“.

Lánar­drottnar slá af milljarð af vöxtum á ári

Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.

Búast má við tölu­verðum dembum

Lægð skammt suður af landinu stýrir veðrinu og hún kemur inn á land í dag. Austan gola eða kaldi verður um mest allt land og rigning eða súld suðustanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Sums staðar eru líkur á talsverðum dembum.

Heið­rún Lind fóðri mál­flutning með al­var­legum rang­færslum

Meðlimir meirihlutans í atvinnuveganefnd segja framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett fram alvarlegar rangfærslur til þess að fóðra málflutning um að veiðigjald muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um.

Rann­sókn á and­láti í Garða­bæ lokið

Lögregla hefur lokið rannsókn á andláti áttræðs karlmanns í Garðabæ. Dóttir hans á þrítugsaldri sætir gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa ráðið föður sínum bana.

Rangstæð val­kyrja sem skilji ekki frum­varpið

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki.

Sjá meira