Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. 29.7.2022 13:17
Vardy tapaði knattspyrnueiginkonumálinu Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna. 29.7.2022 11:51
Vegagerðin varar við snjókomu og stormi Vegagerðin biðlar til vegfarenda að sýna aðgát um helgina vegna veðurs. Snjókomu er spáð á hálendinu og stormi Norðaustanlands. 29.7.2022 10:48
Númeraplötur hækka um 136 prósent Ný gjaldskrá Samgöngustofu tekur gildi í byrjun ágúst. Almenn verðhækkun er fimm prósent en athygli vekur að skráningarmerki, almennt kölluð númeraplötur, hækka í verði um 136 prósent. 29.7.2022 10:24
Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28.7.2022 16:16
Byrjuðu á fjörutíu skömmtum af bóluefni gegn apabólu Bólusetning gegn apabólunni hófust í vikunni en aðeins fjörutíu skammtar bóluefnis hafa borist til landsins. Ekkert bóluefni gegn apabólu hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópu en bóluefni sem ætlað er gegn bólusótt er talið veita vernd gegn apabólu. 28.7.2022 15:09
Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. 28.7.2022 14:58
Simmi selur Bryggjuna og einbeitir sér að Minigarðinum Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt veitingastaðinn Bryggjuna. Hann segist hafa ákveðið að minnka við sig og einbeita sér að rekstri skemmti- og veitingastaðarins Minigarðsins. 28.7.2022 13:23
Metfjöldi aðfluttra á öðrum ársfjórðungi Landsmönnum fjölgaði um 4.090 á öðrum ársfjórðungi 2022 og þar af voru 3.600 sem fluttu til landsins umfram brottflutta. 28.7.2022 11:34
Framlegð Marels óviðunandi að mati forstjóra Tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi námu 397.3 milljónum króna en hagnaður var aðeins 25 milljónir evra eða 6,3 prósent af tekjum. Forstjórinn segir framlegðina óviðunandi. 28.7.2022 10:56