Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12.9.2022 00:02
Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins. 11.9.2022 23:56
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11.9.2022 22:07
Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. 11.9.2022 21:13
Sóttu slasaðan göngumann á Esjuna Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað. 11.9.2022 20:44
Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. 11.9.2022 20:17
Ragnhildur Alda og Einar eignuðust dóttur Dóttir Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Einars Friðrikssonar læknakandídats kom í heiminn síðastliðinn mánudag. Fæðingin tók 26 klukkustundir en móður og barni heilsast mjög vel. 11.9.2022 19:15
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. 11.9.2022 18:41
Vinstriblokkin leiðir miðað við útgönguspá Jafnaðarmannaflokkurinn leiðir í útgönguspám sænsku þingkosninganna sem fram fóru í dag með 29,3 prósent spáðra atkvæða. Næst á eftir eru Svíþjóðardemókratar með 20,5 prósent, sem er hækkun um þrjú prósentustig frá síðustu kosningum. 11.9.2022 18:08
Söguleg skólamunastofa heyrir sögunni til Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil. 10.9.2022 23:19