Þyrluskíði á Íslandi með betri upplifunum margfalds heimsmeistara Lindsey Vonn, ein besta skíðakona sögunnar og margfaldur heimsmeistari í alpagreinum, segir þyrluskíði klukkan eitt eftir miðnætti á Norðurlandi vera eina bestu upplifun ævi sinnar. 17.10.2022 21:34
Fjölgar rjúpum sem má veiða á tímabilinu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili. 17.10.2022 19:59
Veita frest að beiðni Bankasýslunnar Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila umsögnum um drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. 17.10.2022 19:04
Töluðu líka um að myrða Guðlaug Þór Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 17.10.2022 18:34
Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. 17.10.2022 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Móðir drengs sem veiktist mjög í myglunni í Fossvogsskóla segir son sinn enn ekki geta verið innan veggja skólans þrátt fyrir endurbætur. Hún vonar að fljótt verði greitt úr vandanum - annars verði borgin að finna nýjan skóla fyrir son hennar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.10.2022 18:00
Telja sig hafa gómað raðmorðingjann Lögreglan í Stockton í Kaliforníu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið mann sem grunaður er um sex morð á síðustu þremur mánuðum. 16.10.2022 23:53
Veiran náði Birni Inga á endanum Björn Ingi Hrafnsson hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn. 16.10.2022 22:44
Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. 16.10.2022 21:24
Bifreið fauk út af og veginum var lokað Suðurlandsvegi var lokað um tíma í dag vegna vinds. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna umferðaróhapps eftir að bifreið fauk út af veginum. 16.10.2022 19:33