Hádegisfréttir Bylgjunnar Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur fólk ekki lengur öruggt hér á landi nema það sé vel stætt fjárhagslega. Fjallað er um stöðuna í heilbrigðiskerfinu í hádegisfréttum. 8.1.2023 12:02
Karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í tengslum við dauða tveggja unglingsstúlkna Tvær stúlkur á táningsaldri fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt. Sú þriðja var flutt á sjúkrahús og karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið. 8.1.2023 11:18
Elísabet Jökulsdóttir fékk nýra Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir er komin með nýtt nýra. Í byrjun síðasta árs var hún komin á lokastig nýrnabilunar. 8.1.2023 10:53
Páll Magnússon stýrir Sprengisandi: Heilbrigðismál, pólitíkin og auðvitað handbolti Páll Magnússon stýrir Sprengisandi þennan sunnudagsmorguninn. Fyrsti gestur hans verður Kári Stefánsson og þeir munu ræða allt mögulegt. 8.1.2023 09:58
Gular viðvaranir og óvissustig víða Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 8.1.2023 09:24
Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. 8.1.2023 08:39
Flugeldur sprakk í hendi manns Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um flugeldaslys þar sem flugeldur hafði sprungi í hendi manns. Sá var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í gær var fyrsti dagur ársins þar sem ekki mátti sprengja flugelda. 8.1.2023 07:40
Fréttamenn handteknir vegna myndbands sem sýnir forsetann bleyta buxurnar Sex fréttamenn hafa verið handteknir í Suður-Súdan vegna meintra tengsla þeirra við myndskeið sem virðist sýna forseta landsins bleyta buxur sínar á opinberum viðburði. 7.1.2023 15:54
Ekki í lífshættu og árásarmaðurinn laus úr haldi Ungur maður sem var stunginn í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöldi er ekki í lífshættu en líðan hans er eftir atvikum. Sá sem stakk hann var handtekinn í gær en hefur nú verið leystur úr haldi. 7.1.2023 15:29
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7.1.2023 14:57