Systkinin leggjast gegn yfirtökunni Brimgarðar, langsamlega stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar, leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Brimgarðar eru dótturfélag Langasjós, eignarhaldsfélags Mata-systkinanna svokölluðu. 22.6.2023 11:33
„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. 21.6.2023 19:53
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21.6.2023 14:05
Ástráður meðal umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara Ástráður Haraldsson héraðsdómari er meðal sex umsækjenda um embætti ríkissáttasemjara. Aldís Guðný Sigurðardóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, er það líka. 21.6.2023 13:30
Plastbarkalæknirinn hlaut þungan dóm Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í dag dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 21.6.2023 11:14
Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki. 21.6.2023 10:13
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20.6.2023 15:22
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20.6.2023 11:53
OECD kallar eftir auknu aðhaldi í opinberum fjármálum Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland var birt í dag. Í henni segir að staða efnahagsmála hér á landi sé góð efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldursins hafa að mestu gengið til baka. Fjármálastefna hafi fylgt þeim áætlunum sem lagt var upp með þegar síðasta skýrsla kom út árið 2021. Verðbólga sé þó þrálát og styrkja megi aðhald stefnunnar og styðja þannig enn betur við peningastefnu. 20.6.2023 11:04
Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. 20.6.2023 10:24
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti