Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Inn­bú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjór­tán milljóna króna

Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa.

Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug

Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér.

Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd

Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu.

Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla

Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín.

Einn stofn­enda Play og Leifur í fram­kvæmda­stjórn Icelandair

Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ.

Kaup­fé­lagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood

Kaupfélag Skagfirðinga keypti í dag rúmlega 90 milljónir hluta í Iceland Seafood International í dag fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Gengi bréfa í félaginu hækkaði í kjölfar viðskiptana og endaði daginn fjórum prósentum hærra en við opnun markaða í morgun.

Val á þingflokksformanni bíður betri tíma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“.

Sjá meira