Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helgu­vík lokið

Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál.

Seinkun frétta­tímans seinkað

Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna.

And­lát í Garða­bæ: Úr­skurðuð í gæslu­varð­hald um­fram há­marks­lengd

Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess.

Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“

Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið.

Til­laga Vil­hjálms felld með nánast öllum at­kvæðum

Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum.

Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka mál hóps landeigenda á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 fyrir. Málið kemur ekki við í Landsrétti eins og venjan er.

Vill lýsa yfir van­trausti á stjórnar­mann vegna sau­tján ára tölvubréfs

Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun.

Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun.

Sá sem réðst á Ingunni á­frýjar til hæsta­réttar

Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn.

Sjá meira