Segir Sjálfstæðisflokkinn vængstýfðan í samstarfi við Vinstri græna Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kurr meðal Sjálfstæðismanna og að hann telji Sjálfstæðisflokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. 26.7.2023 18:40
Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26.7.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. 26.7.2023 18:00
Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25.7.2023 23:56
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25.7.2023 23:18
Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. 25.7.2023 22:50
Vill finna fórnarlömb fingralangra flugvallarstarfsmanna Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra. 25.7.2023 21:48
Einkakokkur Obama-fjölskyldunnar drukknaði í tjörn Einkakokkur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjarforseta, og fjölskyldu drukknaði í tjörn nálægt sumarhúsi fjölskyldunnar í Martha's Vineyard í Bandaríkjunum. 25.7.2023 19:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25.7.2023 18:01
Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs. 25.7.2023 17:21