Skorar á forstjórann að endurskoða fjöldauppsögn Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir tíðindi af uppsögnum starfsfólks Grundar og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sorgleg. Hann hefur óskað eftir fundi með forstjóra Grundar. 30.9.2023 10:00
Ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Í morgunsárið var tilkynnt um líkfund í Reykjarvíkurhöfn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 29.9.2023 16:51
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29.9.2023 15:46
Batnandi ástand í Venesúela réttlæti brottvísanir Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela. 29.9.2023 15:09
Kannast hvorki við „Latino-hópinn“ né meinta vargöld Brotaþolar í Bankastrætis Club málinu segjast hvorki kannast við svokallaðan „Latino-hóp“ né meinta vargöld sem sakborningar í málinu hafa lýst milli hópsins og hóps sakborninga. 29.9.2023 07:00
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. 28.9.2023 18:01
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. 28.9.2023 16:06
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. 28.9.2023 13:40
Sigldi sjö tonna skipi skakkur Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi. 27.9.2023 14:25
Vatn komið aftur á í Kópavogi Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er. 27.9.2023 09:17