Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. 12.10.2023 14:01
Engu nær um það hverjir réðust á ráðstefnugestinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hvaða tveir menn voru að verki þegar ráðist var á gest ráðstefnu á vegum Samtakanna '78. Yfirlögregluþjónn segir það óvenjulegt. 12.10.2023 11:13
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12.10.2023 09:49
Grunaður um að reyna að drepa fyrrverandi: „Ég skal bara klára þetta núna“ Karlmaður er grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk. 12.10.2023 09:00
Skildu að borði og sæng fyrir sjö árum Stórstjörnurnar Will Smith og Jada Pinkett Smith skildu að borði og sæng fyrir sjö árum. Hjónin stefna þó ekki að lögskilnaði. 11.10.2023 14:49
Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu. 11.10.2023 14:06
Íslendingur lúbarði lögreglumenn í Póllandi Íslenskur karlmaður er sagður hafa lumbrað á lögreglumönnum á lögreglustöð í Varsjá í Póllandi á dögunum. Hann var vistaður í fangaklefa fyrir skemmdarverk í borginni. 11.10.2023 11:42
Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið. 11.10.2023 10:57
Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11.10.2023 09:53
Bein útsending: Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarsetur Alþjóðleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs, Imagine Forum– Nordic Solidarity for Peace, fer fram í Norðurljósasal Hörpu í vikunn, 10. og 11. október. Ráðstefnan er haldin að þessu sinni í samstarfi við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Sýnt verður beint frá ráðstefnunni á Vísi. 10.10.2023 07:31