Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6.11.2023 15:48
Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. 6.11.2023 13:47
Land risið um sjö sentimetra Frá 27. október hefur land risið um sjö sentimetra samkvæmt GPS-mælistöð á fjallinu Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um fimm kílómetra dýpi. 6.11.2023 13:39
Eldur kviknaði á veitingastað á Selfossi Slökkvilið Árnessýslu er að störfum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi, þar sem eldur kviknaði á tólfta tímanum. 6.11.2023 11:57
Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6.11.2023 11:44
Hvellirnir afleiðing strákapara í Fellunum Miklir hvellir sem heyrðust víða á höfuðborgarsvæðinu seint í gærkvöldi voru hvellir í flugeldum, sem átt hafði verið við, í Fellunum í Breiðholti. 6.11.2023 10:24
Framlengja tilboðið vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. 2.11.2023 22:26
Hafa handtekið alla sjö sem taldir eru tengjast árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið sjö í tengslum við skotárásina í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Það eru allir sem taldir eru hafa komið að árásinni 2.11.2023 21:41
Snarpur skjálfti norðaustur af Þorbirni Íbúar í Grindavík fundu vafalítið fyrir nokkuð snörpum jarðskjálfta á níunda tímanum. 2.11.2023 20:51
Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. 2.11.2023 20:11