Johnson vildi láta sprauta sig með Covid-19 í beinni Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi láta sprauta sig með Covid-19 í beinni útsendingu í sjónvarpi í árdaga heimsfaraldurs kórónuveiru. 8.11.2023 08:33
Stakk kærasta sinn í bakið með nefháraskærum Kona hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, með því að stinga kærasta sinn tvisvar eða þrisvar í bakið með skærum, sem ýmist er lýst sem nefhára- eða naglaskærum. 7.11.2023 16:17
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7.11.2023 14:51
„Það er reyndar ekki ég sem er geðveik, það ert þú og það er umtalað í hestasamfélaginu“ Kona hefur verið sakfelld fyrir að slá nágrannakonu sína í hesthúsahverfi í Reykjavík tveimur höggum í andlitið. Með vísan til mikils sem gengið hafði á í samskiptum hesthúsaeigenda í hverfinu var konunni ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina. 7.11.2023 13:44
Deloitte og EY fá að renna saman Samkeppniseftirlitið hefur veitt Deloitte og Ernst & Young (EY) á Íslandi undanþágu til að framkvæma samruna félaganna tveggja á meðan eftirlitið rannsakar samrunann. 7.11.2023 12:56
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7.11.2023 11:59
Bein útsending: Dagur kynnir sína síðustu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2024 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2028. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. 7.11.2023 11:26
Víða heitavatnslaust annað kvöld Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti á morgun, 8. nóvember, frá klukkan 22 og fram á nótt. 7.11.2023 10:41
Telja sig vita hver krafðist vopnahlés Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita hver spreyjaði stór skilaboð til Alþingismanna í gærmorgun. 7.11.2023 10:30
Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ 7.11.2023 08:41