Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar. 10.11.2023 09:50
Fundu sand af seðlum og svo fíkniefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna, þar sem mikið magn reiðufjár var í bifreiðinni. 10.11.2023 07:48
Sérsveit kölluð til vegna minniháttar rifrildis Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um hóp manna að veitast að einum manni. Einn var sagður hafa haldið hníf upp að árásarþola. Lögregla fór þegar á vettvang ásamt sérsveit en málið reyndist minniháttar rifrildi. 10.11.2023 07:31
Böðvar Örn tekur við Eimskip í Hollandi Böðvar Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eimskips í Hollandi, sem tilheyrir alþjóðasviði félagsins, og mun hefja störf þar í næstu viku. 9.11.2023 15:39
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9.11.2023 14:21
Rafnar kaupir Rafnar-Hellas Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu. 9.11.2023 08:57
Fernando Costa nýr forstjóri Alcoa Fjarðaáls Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu. 8.11.2023 15:19
Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. 8.11.2023 14:42
Meintur leikstjóri segir nafn sitt misnotað Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur. 8.11.2023 14:22
Þórdís Anna nýr framkvæmdastjóri fjármála 66° Norður Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf. 8.11.2023 09:09