Friðrik fyrsti forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka Friðrik Ársælsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka og er um nýja stöðu að ræða innan bankans. Lögfræðiráðgjöf heyrir undir nýjasta svið bankans, rekstur og menningu. 17.11.2023 10:42
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. 16.11.2023 15:03
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16.11.2023 13:05
Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans. 16.11.2023 12:35
Segja TEAM-Iceland vinnuheiti: Líti út eins og dæmigerð eftiráskýring Mennta- og barnamálaráðuneytið segir hið umdeilda heiti TEAM-Iceland fyrst og fremst vera vinnuheiti sem notað er í erlendum samskiptum, í tengslum við ráðstefnuna Vinnum gullið, og ekki hafi verið fastsett viðeigandi nafn á íslensku á væntanlega afreksmiðstöð. 16.11.2023 10:34
Ákærð fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem svipti sig lífi Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér. 15.11.2023 13:17
„TEAM-Iceland er ekki íslenska heldur enska“ Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“. 15.11.2023 09:32
Vaktin: Óvíst hvort og hvenær rafmagn kemst aftur á Um 800 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15.11.2023 07:00
„Þetta skotgekk en þetta er óheppilegt“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að Grindavík hafi verið rýmd vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. 14.11.2023 15:36
Rýma bæinn og bíða svo og sjá Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega. 14.11.2023 15:07