Landsbankafólk fær væna viðbótargreiðslu í desember Allir starfsmenn Landsbankans, sem starfa í nóvember og desember, fá 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót. Sambærileg ákvörðun hefur ekki verið tekin af hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. 5.12.2023 16:12
Segja ásakanirnar rógburð, ósannindi og árás á mannorð Stjórnarmenn í Eflingu, sem voru viðstaddir mótmæli í höfuðstöðvum Gildis þann 30. nóvember síðastliðinn, fordæma það sem sagt er rógburður, ósannindi og árásir á mannorð Ragnars Þórs Ingólfssonar af hálfu yfirmanna skrifstofu Gildis lífeyrissjóðs. 5.12.2023 14:35
Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. 5.12.2023 10:22
Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs. 5.12.2023 09:50
Helmingi sagt upp hjá KOM og tveir eigendur keyptir út Fjórum starfsmönnum, KOM, elsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði almannatengsla, hefur verið sagt upp störfum. Eftir uppsagnirnar starfa fjórir hjá fyrirtækinu. Einn þriggja eigenda félagsins stefnir að því kaupa hina tvo út úr félaginu. 4.12.2023 18:06
Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. 4.12.2023 14:59
Ballið búið hjá Taco Bell Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði. 4.12.2023 14:47
Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. 4.12.2023 13:17
„Lúmskar“ skattbreytingar hafa áhrif á jólagjafir Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst. 4.12.2023 11:00
Nafn mannsins sem lést í Reykjanesbæ Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Reykjanesbæ síðastliðinn fimmtudag hét Ólafur P. Hermannsson. 4.12.2023 09:51