Stórkostlegt gáleysi að fjarlægja eggjastokk án leyfis Landsréttur hefur dæmt Sjúkratryggingar Íslands til þess að greiða konu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna stórkostlegs gáleysis læknis. Sá fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án þess að hún veitti samþykki fyrir. 1.12.2023 16:02
Fyrsti kvenkyns hæstaréttardómari Bandaríkjanna látinn Sandra Day O'Connor, sem varð fyrsti kvenkyns dómarinn við hæstarétt Bandaríkjanna árið 1981, er látin. Hún varð 93 ára. 1.12.2023 15:24
Nýja skrifstofubyggingin nefnd Smiðja Ný skrifstofubygging Alþingis hefur hlotið heitið Smiðja. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti niðurstöðu nafnasamkeppni rétt í þessu í nýja húsinu við Tjarnargötu 9 og veitti höfundi tillögunnar, Gísla Hrannari Sverrissyni, viðurkenningu. 1.12.2023 14:35
Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. 1.12.2023 14:15
Edda snúin niður og er á leið til Noregs Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði og verður flutt til Noregs. 1.12.2023 13:58
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1.12.2023 12:24
Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna Á þriðja ársfjórðungi 2023 var 61,8 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 60,8 milljörðum króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 39,7 milljörðum króna betri en á sama fjórðungi árið 2022 1.12.2023 10:47
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1.12.2023 02:04
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30.11.2023 23:32
Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. 30.11.2023 23:08