Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22.1.2024 15:50
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22.1.2024 15:15
Húsnæðisverð gæti hækkað um þrjú prósent án mótvægisaðgerða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir vel koma til greina að tilbúin hús verði flutt inn til þess að hýsa Grindvíkinga. Byggingariðnaðurinn ráði ekki við að reisa nægilegt magn húsnæðis við þær aðstæður sem nú eru uppi á markaði. 22.1.2024 14:47
Tekinn með dóp í Skeifunni en sagðist hafa grætt vel á vændi Karlmaður sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna sagðist í skýrslutöku hafa aflað mikils magns reiðufjár, sem fannst í fórum hans, með því að stunda vændi. 17.1.2024 15:44
Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. 17.1.2024 14:53
Seldu barni nikótínpúða en sleppa með skrekkinn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi úrskurð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að leggja 200 þúsund króna stjórnvaldssekt á Svens. Starfsmaður Svens var ekki talinn bera ábyrgð á því að 16 ára piltur nýtti sér fölsuð skilríki til þess að kaupa nikótínpúða. 17.1.2024 14:06
Framlengja frystingu lána Grindvíkinga Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. 17.1.2024 13:44
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17.1.2024 11:50
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17.1.2024 10:44
Linda hættir og staðan lögð niður Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Marel. Staðan verður í kjölfarið lögð niður og verkefni færast á aðra stjórnendur í fyrirtækinu. 16.1.2024 16:55