Eldgosið hagi sér öðruvísi og gæti varað lengur Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 20:30 Magnús Tumi fór yfir stöðuna í beinni útsendingu. Vísir Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið sem hófst á laugardag hegða sér öðruvísi en hin þrjú sem komið hafa upp á Sundhnúksgígaröðinni. Stöðug virkni í því gæti þýtt að það vari talsvert lengur en síðustu gos. Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Virkni í eldgosinu hefur haldist nokkuð stöðug síðan í gær og hrauntunga sem stefnir í átt að Suðurstrandavegi hreyfist hægt. Hraunið þekur nú um sex ferkílómetra svæði og um þrjú hundruð metrar eru frá syðri hrauntungunni að veginum. Barmur tjarnarinnar hélt Í jaðri hrauntungunnar var hrauntjörn og Almannavarnir óttuðust um tíma að barmur hennar gæti brostið. Þá hefði hraun getað runnið hratt yfir Suðurstrandarveg. Mikil brennisteinsmengun var á svæðinu í dag og orkuver HS orku var rýmt vegna hennar. Fólk sneri aftur til vinnu síðdegis í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir stöðuna. „Þetta eru orðin sjö gos núna á þremur árum og þau síðustu hafa verið mjög svipuð þarna í Sundhnúksröðinni. Gosin í Fagradalsfjalli og þar voru öðruvísi, miklu langdregnari og ekki eins kröftug í upphafi. En þetta sem við sjáum núna er að hegða sér öðruvísi en hin gosin sem hafa komið. Það byrjaði að vísu mjög svipað og var nú kröftugast af þeim. Það sem er öðruvísi er að það virðist vera mjög stöðug virkni í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi. Stefnir í lengra og meira gos Það þýði að eldgosið nú gæti varað lengur en hin gosin sem komið hafa upp á sömu slóðum. Hraunið sé núna orðið töluvert stærra en úr hinum gosunum. „Við verðum að bíða og sjá en þetta ætlar að vera heldur lengra og heldur meira en hin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Virkni gossins enn stöðug og hætta enn talin mikil Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands tekur gildi í dag og mun gilda næstu tvo daga til 20. mars. Hætta er enn talin mjög mikil í Sundhnúksgígaröðinni og þá er mikil hætta vegna gasmengunar í kringum Svartsengi og vegna hraunflæðis. 18. mars 2024 16:56