Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. 4.7.2025 13:38
Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. 4.7.2025 10:49
Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Félag atvinnurekenda hefur sent nýjum rektor Háskóla Íslands, Silju Báru Ómarsdóttur, erindi og farið fram á að rektor sjái til þess að HÍ uppfylli ákvæði samkeppnislaga og tilmæli stjórnvalda með því að rekstur Endurmenntunar HÍ verði bókhalds- og stjórnunarlega aðskilinn öðrum rekstri skólans. 3.7.2025 15:58
Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Alexandra Briem borgarfulltrúi segir málflutning Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns varðandi Palestínu alveg úti á túni. Þá bendir hún á að hugtakanotkun hans sé gamaldags en hann kallar hana „kynskipting“ í færslu á Facebook. 3.7.2025 14:49
Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. 3.7.2025 11:28
Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar. 2.7.2025 15:46
Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum. 2.7.2025 14:49
Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. 2.7.2025 11:57
Árekstur á Kringlumýrarbraut Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins. 2.7.2025 10:33
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. 1.7.2025 16:51