Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný. 9.9.2025 11:57
Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir. 9.9.2025 10:44
Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. 8.9.2025 15:15
Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. 8.9.2025 14:48
Gestur Guðmundsson er látinn Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag. 8.9.2025 14:31
Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. 8.9.2025 14:11
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8.9.2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8.9.2025 09:12
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. 8.9.2025 07:22
Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. 5.9.2025 16:59