Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni

Þau Eivydas Laskauskas, Kamile Radzeviciute og Egidijus Dambraukskas, sem öll eru frá Litáen, hafa þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóma fyrir innflutning á miklu magni kókaíns, sem komið hafði verið fyrir inni í BMW-bíl.

Halda til loðnu­veiða í kvöld

Reiknað er með því að tvö skip haldi til loðnuveiða frá Neskaupstað í kvöld, Barði NK frá Síldarvinnslunni og grænlenska skipið Polar Amaroq. Polar Amaroq kom með fyrstu loðnu vertíðarinnar til Neskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag.

Ís­lands­banki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng

Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Meðal þeirra sem þegar hafa greitt fyrir hlutafé eru Íslandsbanki, Ísfélagið og Vinnslustöðin.

Gjör­breytt Langa­hlíð fyrir milljarð

Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna.

Hálfum milljarði ó­dýrara að keyra vinnsluna á olíu

Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum áætla að eftir verðskrárbreytingar og lagningu nýrra rafstrengja myndi kosta allt að hálfum milljarði króna meira á ári að keyra vinnslu félagsins á rafmagni frekar en olíu.

Samfylkingarmönnum í Reykja­vík fjölgað um 72 prósent

Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent.  

Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ár­mann

Kvika banki hefur ráðið Önnu Rut Ágústsdóttur í starf aðstoðarforstjóra bankans. Anna Rut mun sinna starfinu samhliða hlutverki sínu sem framkvæmdastjóri rekstrar- og þróunarsviðs bankans og þannig styðja við áframhaldandi stjórnun og framkvæmd stefnumarkandi verkefna bankans.

Við­reisn býður fram undir merkjum Sam­fylkingar

Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Sjá meira