Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 í höfn Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar, Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023, um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. 29.1.2024 12:36
Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola. 29.1.2024 12:07
Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 25.1.2024 16:56
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn fór af miðbæ Reykjavíkur og svæðum í kring vegna háspennubilunar laust fyrir klukkan 16. 25.1.2024 16:00
Hættumat fært niður en hætta af sprungum enn mjög mikil Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil í uppfærðu hættumati. Heildarhættumat fyrir Grindavík hefur verið fært niður í appelsínugult, töluverð hætta. 25.1.2024 15:19
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25.1.2024 14:22
Myndband: Eldingum laust niður á höfuðborgarsvæðinu Upptökur úr vefmyndavélum á Perlunni sýna tvær öflugar eldingar, sem laust niður vestan við Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. 25.1.2024 10:37
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. 25.1.2024 09:48
Meirihluti fundarmanna vill falla frá sameiningu Talsverður meirihluti fundarmanna á svokölluðum háskólafundi í Háskólanum á Akureyri greiddi atkvæði með ályktun um að fallið yrði frá fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. 24.1.2024 22:54
Eldingum gæti slegið niður á morgun Landsnet varar við því að auknar líkur eru á niðurslætti eldinga um landið vestanvert á morgun. 24.1.2024 22:01