Hagnaður Símans dróst saman um tæpan þriðjung milli ára Rekstarhagnaður Símans var 2.079 milljónir króna árið 2023 samanborið við 2.945 milljónir króna árið 2022. 20.2.2024 22:38
Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. 20.2.2024 21:11
Golfbíllinn fannst kaldur og yfirgefinn í Mosfellsdal Golfbíll Sigurðar Sveinssonar, Skolli, er kominn í leitirnar. Hann fannst í skóglendi í Mosfellsdal og því má ætla að hinir ábyrgu sleppi við að Sigurður dýfi þeim í tjöru og fiðri, líkt og hann hafði hótað. 20.2.2024 20:35
Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt. 20.2.2024 18:44
„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. 20.2.2024 17:56
Gamla Straumi-Burðarás formlega slitið Félaginu ALMC hf., sem hét áður Straumur-Burðarás og var um tíma stærsti fjárfestingarbanki landsins, hefur formlega verið slitið. Skilanefnd samþykkti kröfur upp á um 25 milljónir króna en lýstar kröfur námu um 48 milljónum króna. Samþykktar kröfur voru greiddar að fullu. 19.2.2024 23:53
Ekki talið náið samband og sleppur með skilorð Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið. 19.2.2024 22:27
Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. 19.2.2024 20:55
„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19.2.2024 19:27
Bandaríkjamenn leggja til að öryggisráðið krefjist vopnahlés Fulltrúar Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu að ályktun öryggisráðsins þar sem stuðningi við tímabundið vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs er lýst yfir. 19.2.2024 18:50