Bein útsending: Framtíðarnefnd Alþingis fjallar um gervigreind og lýðræði Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind er viðfangsefni annarrar málstofu í fundaröð um gervigreind og lýðræði sem framtíðarnefnd Alþingis stendur fyrir í dag. Málstofuna má sjá í beinni útsendingu. 16.2.2024 10:01
Finnur Þór skipaður héraðsdómari Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024. 16.2.2024 09:09
Utanaðkomandi lögmaður fékk aðgang að sakamáli Umboðsmaður Alþingis hefur beint ábendingum til Ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra vegna athugunar hans á máli þar sem lögmaður fékk aðgang að gögnum sakamáls, sem var honum alls óviðkomandi. 16.2.2024 08:46
Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. 15.2.2024 14:36
Kaupa gagnaver í Finnlandi Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. 15.2.2024 09:08
Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. 15.2.2024 08:29
Allt að fjórtán stiga frost Hitastigið er á niðurleið í dag, búast má við því að frost verði 2 til 14 stig þegar kemur fram á kvöld, kaldast norðanlands. 15.2.2024 07:29
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14.2.2024 15:37
Þungir dómar í Saltdreifaramálinu staðfestir Hæstiréttur hefur staðfest átta og tíu ára fangelsisdóma yfir tveimur mönnum í saltdreifaramálinu svokallaða. 14.2.2024 14:03
Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt. 14.2.2024 12:15