Fyrrverandi kærasti George Michael handtekinn eftir að hafa rústað heimili söngvarans Hárgreiðslumaðurinn Fadi Fawaz, sem þekktur er fyrir að hafa verið í sambandi söngvaranum George Michael, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rústað glæsihýsi söngvarans sáluga í London. 26.7.2019 09:36
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25.7.2019 23:41
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25.7.2019 22:53
Flækjan á Tenerife að leysast og nýr flugtími fundinn Allt virðist vera að blessast hjá þeim 167 strandaglópum sem áttu að fljúga heim til Íslands frá Tenerife í gærkvöld. Fundinn hefur verið nýr flugtími, klukkan 22:40 að spænskum tíma í kvöld. Sólarhring eftir að upphaflega flugið átti að fara í loftið. 25.7.2019 20:34
Störfum líklega fækkað um 12.500 í niðurskurði Nissan Mikils niðurskurðar er að vænta hjá bílaframleiðandanum Nissan en talið er að störf um 12.500 manns séu í hættu. Uppgjör eftir fyrsta ársfjórðung leit illa út og ekki er útlit fyrir að hagur Nissan vænkist nokkuð á næstunni 25.7.2019 19:27
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25.7.2019 18:52
150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu Hið minnsta 150 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafinu dag þegar að bátur þeirra sökk skammt frá ströndum Líbíu. 25.7.2019 17:51
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24.7.2019 23:03
Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24.7.2019 23:00
Suður-Kórea segir Norður-Kóreu hafa skotið flaugum út á haf Suður-kóresk yfirvöld hafa greint frá því að nágrannar þeirra í norðri hafi skotið tveimur flaugum út á haf frá austurströnd Norður-Kóreu. 24.7.2019 22:29