Björguðu tíu ára stúlku úr sjálfheldu í hlíðum Esjunnar Björgunarsveitir auk slökkviliðsmanna frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út í dag vegna vandræða 10 ára gamallar stúlku sem lenti í sjálfheldu í Esjunni. 17.9.2019 17:32
Pilturinn fundinn heill á húfi Pilturinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundinn heill á húfi. 16.9.2019 21:31
Seinfeld færist yfir á Netflix Streymisveitan Netflix tilkynnti fyrr í dag að gamanþættirnir Seinfeld, þættirnir sem fjölluðu um ekki neitt, séu væntanlegir á streymisveituna árið 2021. 16.9.2019 21:13
Boðar herta skotvopnalöggjöf nái hann endurkjöri Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau segir það hans vilja að skotvopnalöggjöf ríkisins verði hert nái hann endurkjöri í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. 16.9.2019 20:38
Frumvarp um aukið eftirlit með barnaníðingum lagt fram í þriðja sinn Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. 16.9.2019 19:45
Spánverjar hafna framsalsbeiðni Bandaríkjanna Spænskir dómstólar hafa úrskurðað að Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Venesúela, verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíða ákærur vegna eiturlyfjasmygls. Þess í stað hefur honum verið sleppt úr haldi. 16.9.2019 19:28
Rottugangur og óvæntur meðleigjandi á meðal viðfangsefna Leigjendalínu Orators Orator, félag laganema við Háskóla Íslands heldur í vetur út Leigjendalínu Orators og ÖLMU. Leigjendalínan sem býður leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði er því starfrækt þriðja veturinn í röð. Línan verður opin alla þriðjudaga í vetur frá 18-20 12.9.2019 22:00
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12.9.2019 21:00
Erna og Halla tilnefndar til FAUST-verðlauna Danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir hafa verið tilnefndar til FAUST-verðlaunna í flokknum danshöfundar ársins. 12.9.2019 19:30
Ætlar ekki að þræta við Ingu Sæland um hver sé mesti öryrkinn á Alþingi Hörð orðaskipti voru á milli Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri Grænna, og Ingu Sæland, formanns Flokks Fólksins á meðan að umræður um fjármálafrumvarpið stóðu yfir á Alþingi í dag. Steinunn kvaðst ósátt með málflutning Ingu varðandi meintan forgang Alþingismanna í heilbrigðiskerfinu og sagði Alþingismenn ekki vera í keppni um hver væri mesti öryrkinn. 12.9.2019 18:59