„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi. 20.3.2025 23:11
„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. 20.3.2025 22:26
Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar. 20.3.2025 20:53
Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fór fram í kvöld. Íslendingar voru í eldlínunni í nokkrum leikjum og munu mætast í úrslitakeppninni. 20.3.2025 19:57
Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur hjá Skanderborg í 26-26 jafntefli gegn Sonderjyske. Á sama tíma skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson eitt mark gegn Ágústi Elí Björgvinssyni í 33-32 sigri Bjerringbro-Silkeborg gegn Ribe-Esbjerg. 20.3.2025 19:17
Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Barcelona mun ekki snúa aftur á Nývang, Nou Camp, sinn heimavöll fyrr en á næsta tímabili. 20.3.2025 17:48
„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ „Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 19.3.2025 22:11
Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19.3.2025 21:00
„Við vorum mjög sigurvissar“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum. 18.3.2025 22:20
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Grindavík vann 92-80 gegn Þór Akureyri í svakalega sveiflukenndum undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta. Grindavík hefndi þar með fyrir tapið gegn Þór í undanúrslitum í fyrra og mun mæta Njarðvík í úrslitaleiknum næsta laugardag. 18.3.2025 22:00