Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Háskólaráð Háskóla Íslands, auk annarra opinberra háskóla, hefur óskað eftir því við ráðherra háskólamála að hækka skrásetningargjald úr 75 þúsund krónum í allt að 180 þúsund krónur. Fulltrúum stúdenta er vægast sagt ekki skemmt. 5.7.2025 14:05
Sætta sig ekki við höfnun Kviku Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum. 5.7.2025 09:36
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4.7.2025 16:56
Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. 4.7.2025 14:59
Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. 4.7.2025 13:36
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4.7.2025 09:39
Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. 3.7.2025 17:13
Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja slasaðan göngumann í Kvígindisdal í Patreksfirði. 3.7.2025 16:08
„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. 3.7.2025 15:31
Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð þeirra til Reims í Frakklandi í júní. En ekkert varð úr skólaheimsókninni enda var þeim ekki boðið. 3.7.2025 08:02