Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flügger rann­sakað fyrir brot á við­skipta­þvingunum

Tveir hafa verið handteknir í Danmörku en látnir lausir eftir skýrslutöku þar sem danski málningarrisinn Flügger er sagður vera undir rannsókn vegna meintra brota á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Flügger, sem rekur meðal annars sex verslanir á Íslandi, neitar sök og segist hafa yfirgefið Rússland fyrir löngu, en Rússi sem gefur sig út fyrir að vera talsmaður fyrirtækisins hefur selt málningu þeirra víða um landið síðustu ár.

Þor­gerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hjólar í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra fyrir að kalla Donald Trump „heillandi“ í viðtali í dag. Framkoma Þorgerðar sé niðurlægjandi fyrir konur og alla sem láta sig mannréttindi varða.

Krist­rún missti af fundi með Selenskí

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands.

Bíll valt í Kópa­vogi

Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Æsi­spennandi for­val: Fram­tíð Demó­krata­flokksins gæti ráðist í New York

Demókratar í New York ganga að kjörborðinu í dag í æsispennandi forvali fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í haust. Helstu tveir frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en niðurstöður forvalsins gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Demókrataflokksins, sem hefur verið í naflaskoðun frá því að Kamala Harris tapaði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta síðasta nóvember.

Sjá meira