Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring. 16.7.2025 21:50
Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. 16.7.2025 21:00
„Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir að stofnunin þurfi að fara vel yfir það hvers vegna eldgos hófst talsvert fyrr en Veðurstofan hafði gert ráð fyrir. 16.7.2025 19:44
Kort: Sprungan lengist til norðurs Sprungan á gossvæðinu við Grndavík hefur lengst til norður og hefur sprugna í raun aldrei náð eins langt í eldgosahrinunni sem hófst við Sundhnúk um lok árs 2023. Aftur á móti er tekið að draga úr virkni gossins. 16.7.2025 19:20
Strandveiðar bannaðar á morgun Strandveiðum er að óbreyttu lokið í ár. Fiskistofa mun stöðva strandveiðar á morgun þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. 16.7.2025 18:26
Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Þrír voru drepnir og þrjátíu og fjórir særðir í árás Ísraels á Sýrland í dag. 16.7.2025 18:21
Önnur sprunga opnast Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum. 16.7.2025 01:22
Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir áköll um slíkt eftir að ráðuneyti hennar sagði að listi af viðskiptavinum Jeffrey Epsteins væri ekki til. En í febrúar sagði hún reyndar að listinn lægi á skrifborðinu sínu. 15.7.2025 23:57
Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Afkoma Arion banka síðustu þrjá mánuði fer langt fram úr vætningum og er 45 prósentum hærri en það sem spár gerðu ráð fyrir. 15.7.2025 23:26
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15.7.2025 23:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent