Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. 12.4.2024 10:28
Fjölnota íþróttahús KR á leið í útboð Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar. 11.4.2024 16:58
Hótelið alls ekki sex hundruð metra frá ströndinni Íslenskt par sem ferðaðist á suðrænar slóðir í fyrrasumar fær 130 þúsund króna afslátt af ferðalagi sínu úr hendi ferðaskrifstofu sem bókaði ferðina. Hótelið var mun lakara en auglýst hafði verið auk þess sem ströndin var alls ekki í nokkur hundruð metra fjarlægð eins og auglýst hafði verið. 11.4.2024 16:51
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11.4.2024 15:21
Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. 11.4.2024 12:19
Uppselt á augabragði og bætt við tónleikum Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir. 11.4.2024 11:52
Leita brennuvarga í Vestmannaeyjum Slökkvilið Vestmannaeyjar hefur undanfarna daga fengið nokkrar tilkynningar vegna elds í sinu. Lögreglan í Eyjum hefur eldsvoðana til rannsóknar. Slökkviliðsstjóri segir málið alvarlegt en eldarnir hafi kviknað af manna völdum. 10.4.2024 11:34
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi. 9.4.2024 18:12
Ráðherrar fjölmenna á Bessastaði klukkan 19 Ríkisráð Íslands mun koma saman til tveggja funda í kvöld á Bessastöðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 9.4.2024 16:05
Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu. 9.4.2024 14:48