Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Samtaka í fjárfestingum í þágu sjálfbærrar uppbyggingar

Ríkisstjórnin, lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir, vátryggingafélög og fjárfestingarsjóðir standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem birt var í dag í kjölfar undirritunarathafnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudag.

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík

Ekið var á barn, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Kjaramál og kreppa til umræðu á Sprengisandi

Fjármálakreppa, staða öryrkja, deilur á vinnumarkaði og vinnsla matvæla verður í deiglunni á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson fær góða gesti í þáttinn til sín sem hefst klukkan 10 og stendur yfir tólf þegar hádegisfréttir fara í loftið á Bylgjunni.

Siglósveitin sigraði og hlakkar til að mæta í skólann

Það er óhætt að segja að íbúar á Tröllaskaga og þá sér í lagi Siglfirðingar séu að rifna úr stolti ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga komu, sáu og sigruðu í Söngkeppni framhalsskólanna sem fram fór í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Bein útsending: Landsþing Viðreisnar

Stjórn Viðreisnar heldur þriðja landsþing í dag klukkan 16. Þingið verður alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30.

Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum.

Sjá meira