Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi Aðalstjórn Þróttar segir tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um byggingu unglingaskóla í Laugardal hafa komið félaginu í opna skjöldu. Ein af þremur mögulegum staðsetningum slíks skóla er á íþróttasvæði Þróttar sem þeir rauðu og hvítu segja ekki koma til greina. 21.5.2024 15:32
Líst best á Baldur og Höllu en verst á Ástþór Landsmönnum líst best á það að Baldur Þórhallsson eða Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Fjórum af hverjum fimm líst illa á að Ástþór Magnússon verði forseti. 21.5.2024 14:39
Nýjar reglur um sjálfbæra landnýtingu Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem taka mun gildi þann 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstíma. 21.5.2024 11:10
Skúli metinn hæfastur í Hæstarétt Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis og fyrrverandi héraðsdómari var metinn hæfastur af fjórum umsækjendum um embætti dómara við Hæstarétt. 21.5.2024 11:00
Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi. 18.5.2024 08:01
Sendiherra, sveitarstjóri og bæjarstjóri skipuð í nefnd Árni Þór Sigurðsson fyrrverandi sendiherra, Guðný Sverrisdóttir fyrrverandi sveitarstjóri og Gunnar Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri munu taka sæti í sérstakri framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór verður formaður nefndarinnar. 17.5.2024 16:19
Hnífjöfn atkvæðagreiðsla sem gæti endað fyrir dómi Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur. 17.5.2024 15:38
Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17.5.2024 15:29
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17.5.2024 15:23
Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá „Þetta er fyrsta steypan hér við Fjarðarhornsá í Kollafirði. Brúin verður vonandi komin í gagnið 1. desember,“ segir Páll Halldór Björgúlfsson, verkefnastjóri framkvæmdarinnar við brúna. 17.5.2024 14:42