Gunnar stýrir öllum álverum Century á heimsvísu Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, hefur verið ráðinn til að stýra álverum Century Aluminum í Evrópu og Norður Ameríku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli. 10.2.2021 10:38
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10.2.2021 10:18
Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. 10.2.2021 09:44
Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund „Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“. 10.2.2021 07:00
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9.2.2021 17:07
Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 9.2.2021 16:38
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9.2.2021 15:16
Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. 9.2.2021 12:31
Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar. 9.2.2021 11:33
Bein útsending: Geimferðir til Mars Reikistjarnan Mars hefur verið uppspretta áhuga og sögusagna í árþúsundir, enda áberandi á himninum, skær og rauð. Ari Kristinn Jónsson, rektor við Háskólann í Reykjavík, fjallar um geimferðir til Mars í fyrsta vísindafyrirlestri skólans sem verða vikulega næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. Ari Kristinn starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. 9.2.2021 11:31