Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tobba Marínós hættir sem ritstjóri DV

Tobba Marínósdóttir er hætt sem ritstjóri DV. Hún greindi samstarfsfólki sínu hjá Torgi frá því upp úr hádegi í dag. Hringbraut greinir frá. Hún ætlar að snúa sér alfarið að matvælarekstri með móður sinni.

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Svona var 170. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Upplýsingafundirnir hafa undanfarið aðeins verið á fimmtudögum en boðað er til fundar í dag eftir að nokkur fjöldi greindist smitaður um helgina.

Almannavarnastig lækkað niður á hættustig

Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa.

„Það er engin bráðahætta í gangi“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin.

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Sjá meira