Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrir­spurnum rignir vegna krafna nýs inn­heimtu­fyrir­tækis

Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi.

Elvis Valca kominn í leitirnar

Elvis Valca, 27 ára Albani sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fimmtudaginn 8. apríl, er kominn í leitirnar.

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi

Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Ekkert heyrst frá Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum 27 ára gamla Albana, Elvis Valca. Lögregla lýsti eftir Elvis fimmtudaginn 8. apríl en hann hefur ekki komið í leitirnar.

Bein út­sending: Ný­sköpun í rót­grónum rekstri

Þekkingardagurinn 2021 fer fram þann 13 apríl en dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan árið 2000. Deginum verður streymt beint á Vísi en útsending hefst klukkan 14:15 og líkur 16:00. Þema Þekkingardagsins 2021 er Nýsköpun í rótgrónum rekstri.

Söguleg reglugerð Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til.

Grænt ljós á samruna Kjarnafæðis og Norðlenska

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á samruna Kjarnafæðis á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri. Þetta staðfestir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, í samtali við fréttastofu. 

Sjá meira