Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag. 7.7.2021 11:00
Bein útsending: Drífa Snædal yfirheyrir Sigurð Inga Alþýðusamband Íslands stendur í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust fyrir röð samtala við forystufólk flokkanna. 7.7.2021 09:22
Ekki keypt jafn mikinn gjaldeyri í rúm fjögur ár Íslenska krónan styrktist á móti evru í júní, en veiktist á móti Bandaríkjadal. Af átján viðskiptadögum í júní greip Seðlabanki Íslands inní á markaðinn sex daga, öll skiptin á kauphliðinni. Seðlabankinn keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna sem eru mestu kaup í einum mánuði síðan í febrúar 2017. 6.7.2021 16:26
Trúðu ekki sínum eigin Flamenco-augum á ferð um landið Reynir Hauksson gítarleikari segir spænska vini sína ekki hafa trúað eigin augum á ferðalagi sínu hringinn í kringum landið. Reynir og spænsku vinirnir eru á ferðalagi um landið til að hafa áhrif á fólk með Flamenco tónlist og dansi. 6.7.2021 16:01
Vilja hafa upp á bréfritara úr utanríkisráðuneytinu Fjölskylda Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í Sýrlandi reynir nú að hafa upp á óþekktum bréfritara sem heldur því fram að einstaklingur í utanríkisráðuneytinu hafi unnið að því að þagga málið niður. 6.7.2021 15:37
Axla ábyrgð, hætta með þáttinn og biðja íbúa í Eyjum afsökunar Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sem haldið hafa úti útvarpsþættinum Eldur og brennisteinn, fyrst á X-inu og síðar á Vísi, hafa ákveðið að láta staðar numið með þáttinn. 6.7.2021 14:14
830 milljóna króna gjaldþrot bílaleigu Skiptum á þrotabúi bílaleigunnar GK-ACR ehf. er lokið en lýstum kröfum í þrotabúið námu 827 milljónum króna. Bílaleigan, sem áður hét Auto Car Rental, var úrskurðuð gjaldþrota í febrúar 2019. 6.7.2021 13:50
Ljúka hringnum eftir gott bæjarráp með sjóriðu í Eyjum Seiglan, hópur kvenna sem siglt hefur skútu í kringum landið, siglir inn í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Tekið verður á móti þeim við Norðurbakka. 6.7.2021 11:41
Segja Bleika fíllinn ekki aðeins snúast um Þjóðhátíð og einn tónlistarmann Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn í Vestmannaeyjum áréttar að hópurinn snúist hvorki um eina hátíð á ári né um einn tónlistarmann. 6.7.2021 10:45
Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði. 5.7.2021 17:52