Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. 5.8.2021 16:43
Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí. 5.8.2021 16:01
Fjalar nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. Fjalar tekur við starfinu af Hafliða Helgasyni sem gegndi því í tæp þrjú ár. 34 sóttu um starfið. 5.8.2021 15:30
Kviknaði í fólksbíl á leið inn í Hvalfjarðargöngin Ökumaður slapp með skrekkinn þegar kviknaði í fólksbíl hans á leið inn í Hvalfjarðargöngin að norðanverðu á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið er að ljúka störfum á staðnum. 5.8.2021 15:07
Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. 5.8.2021 13:58
Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit. 5.8.2021 13:21
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá ákvörðun að fresta Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um fjórar vikur. Stefnt er á að halda það laugardaginn 18. september. 4.8.2021 15:57
Manúela komst að því að snekkjulíf væri ekki málið Manúela Ósk og Eiður Birgisson njóta lífsins til hins ítrasta á Tenerife þessa dagana. Parið tók flottan bát á leigu í morgun þar sem Manúela var minnt á það að hún verður eins og svo margir sjóveik. 4.8.2021 13:43
Nína Björk nýr forstöðumaður GRÓ Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn. 4.8.2021 13:05
Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu. 4.8.2021 10:25