Stjörnufans í lagi Hinsegin Austurlands Páll Óskar, Svavar Pétur Aldísar- og Eysteinsson Häsler, Emilía Anna Óttarsdóttir, Heiðbjört Stefánsdóttir, Gyða Árnadóttir, Soffía Mjöll Thamdrup og Ragnhildur Elín Skúladóttir leiða saman krafta sína í laginu Við komum heim sem Hinsegin Austurland hefur gefið út í tilefni Hinsegin daga. 3.8.2021 15:35
Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri. 3.8.2021 13:49
TT3 kaupir Ormsson og SRX TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. 3.8.2021 12:55
Þriðja og síðasta vél Play í bili á leið til landsins úr Texas-sólinni Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er nú á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis. Vélin, sem ber skráningarnúmerið TF-PLB, lagði af stað klukkan 10:30 í morgun frá Amarillo í Texas en þar var hún máluð í einkennislitum félagsins. Áætluð lending í Keflavík er klukkan 18:10. 3.8.2021 12:13
Katrín leiðir lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður Katrín Baldursdóttir skipar fyrsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum þar sem segir að slembivalinn hópur félaga í flokknum raði á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í september. 3.8.2021 12:03
Svona var 187. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11. 3.8.2021 10:27
Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. 24.7.2021 14:58
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á þriðja tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þó nokkur bílaröð er eftir Vesturlandsvegi að göngunum bæði norðan og sunnan megin. 24.7.2021 14:44
Afvopnaður á ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður. 24.7.2021 14:30
Grímuskylda í Strætó ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð Grímuskylda verður tekin upp í vögnum Strætó frá og með morgundeginum geti viðskiptavinir eða starfsmenn ekki tryggt eins metra fjarlæðgarmörk. Gilda reglurnar jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. 24.7.2021 14:15