Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga.

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis.

Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo

Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða.

86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins.

Sjá meira