Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram

Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. 

Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi

Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú.

Dómurinn yfir Ei­ríki á Omega fyrir skatt­svik stað­festur

Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.

Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum.

Íslenska ríkið hafi gert rétt að svipta foreldra forsjá barna sinna

Íslenska ríkið braut ekki á mannréttindum foreldra á Íslandi með því að svipta þau forsjá barna sinna. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Dómurinn telur íslenska ríkið hafa haft hagsmuni barnanna að leiðarljósi í aðgerðum sínum.

Jim Jefferies sækir Ísland heim í maí

Ástralski uppistandarinn Jim Jefferies treður upp í Laugardalshöllinni þann 21. maí með sýningu sína Give’em What They Want. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Sjá meira