Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómur fyrir nauðgun á Írskum dögum stendur

Eldin Skoko, karlmanni á 37. aldursári, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í nauðgunarmáli sem Landsréttur tók til meðferðar eftir að beiðni hans um endurupptöku var samþykkt. Eldin fékk tveggja og hálfs árs dóm í héraði og Landsrétti árið 2018 og fór úr landi þegar honum var veitt reynslulausn árið 2020.

Eins og verið sé að bæta kjör örv­hentra um­fram rétt­hentra

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi.

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Sjó­manna­fé­lagið stundi skemmdar­starf­semi

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirsvarsmenn Sjómannafélags Íslands ekki sýna neinn vilja til að semja um kaup og kjör fyrir hönd sinna félagsmanna. Samningar þeirra hafa verið lausir frá árinu 2019.

Kass heyrir sögunni til

Stjórnendur Íslandsbanka hafa ákveðið að loka appinu Kass eftir átta „ánægjuleg og lærdómsrík ár“. Það var fyrst tekið í notkun í byrjun árs 2016, en það er í eigu Íslandsbanka og þróað í samstarfi við Memento.

Bessí tekur við af Blön­dal

Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi kennari við Verzlunarskóla Íslands og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES) á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem fram fór í Valhöll í dag.

Icelandair og Emirates ætla í sam­starf

Icelandair og Emirates skrifuðu fyrr í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu flugfélögin vinna að samningi um sammerkt flug sem mun gera viðskiptavinum kleift að tengja á þægilegan hátt á milli leiðakerfa flugfélaganna.

Versluninni Borg í Gríms­nesi lokað

Eigendur verslunarinnar á Borg í Grímsnesi segjast ekki lengur geta barist fyrir lífinu í búðinni. Brunaútsala verður næstu daga en versluninni verður lokað á næstunni.

Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs

Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti.

Sjá meira